Þann 5. nóvember s.l. hófst fundaröð á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Utanríkisráðuneytisins og GRÓ - þekkingarmiðstöðvar um þróunarsamvinnu. Fundaröðinni er ætlað að varpa ljósi á framlag Íslands til mannauðsuppbyggingar í samvinnulöndum gegnum GRÓ þekkingarmiðstöð og GRÓ skólanna fjóra, jarðhitaskólann, sjávarútvegsskólann, jafnréttisskólann og landgræðsluskólann. GRÓ er lykilstofnun í þróunarsamvinnu Íslands en á þessum fyrsta fundi var sjónum beint að hlutverki Jarðhitaskólans (GRÓ GTP) sem stofnaður var árið 1978 og hefur það að markmiði að efla jarðhitaleit, jarðhitakönnun og nýtingu jarðvarma í samstarfslöndum.

Hvernig skilar jarðvarmafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Hvernig hafa nemendur Jarðhitaskólans nýtt reynslu sína og þjálfun til að leiða breytingar og stuðla að nýtingu jarðhita í heimalöndum sínum?

Á þessum opna fundi fengum við svör við spurningum sem þessum og heyrðum frá nemendum sem miðluðu reynslu sinni og sýn á jarðvarmafræðslu og jarðvarmanýtingu til sjálfbærrar þróunar í orkumálum.
Fundurinn var tekinn upp og hann má nálgast hér að neðan:
Fram komu:
Silja Bára Ómarsdóttir, Rektor Háskóla Íslands, bauð gesti velkomna og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Utanríkisráðherra, flutti opnunarerindi. Þá flutti Peter Maina, Doktorsnemi frá Kenía meginerindi um reynslu sína frá heimalandi sínu, í kjölfarið var spilað myndskeið þar sem innsýn var gefin í reynslu fleiri nemenda víða að úr heiminum. Að því loknu hófust pallborðsumræður. Pallborðinu stýrði Bjarni Richter, Forstöðumaður Jarðhitaskólans - GRÓ-GTP og pallborðið skipuðu Nursanty Elisabeth Banjarnahor, doktorsnemi (Indónesía), Álvaro Josué Campos Ramos, meistaranemi (El Salvador), Daryl Eastman James, sex-mánaða námsleið (Dominica). Fundinum lokaði Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu

Nemendahópur GRÓ-GTP