7. apríl 2025

Breytt landslag á Norðurslóðum: Hvert er hlutverk Evrópusambandsins?

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar þriðjudaginn 8. apríl frá 12:00-13:00 í Odda 101, Háskóla Íslands
Um fundinn

Á þessum opna fundi mun Urmas Paet, fyrrverandi utanríkisráðherra Eistlands og núverandi þingmaður á Evrópuþinginu, fjalla um þær áskoranir og pólítísku þróun sem átt hefur sér stað á Norðurslóðum og hvernig Evrópusambandið skilgreinir hlutverk sitt á svæðinu. Hann mun einnig ræða hvaða áhrif hröð þróun alþjóðamála getur haft á stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu.

Opnunarávarp

Clara Gandslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóða

Fundarstjóri: Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og alþingissmaður.

Fundurinn fer fram á ensku og eru öll velkomin