2. apríl 2025

Áskoranir upplýsingaröflunar og þjóðaröryggis: nútíð og framtíð

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar mánudaginn 7. apríl frá 12:00-13:00 í Odda 202, Háskóla Íslands.
Um fundinn

Fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar í Odda 202, Háskóla Íslands.

Á þessum opna fundi mun Michael S. Goodman prófessor í alþjóðasamskiptum frá King’s College í London fjalla um þær hröðu breytingar sem eru að verða á alþjóðsamfélaginu í dag og þær öryggisáskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þá mun hann leitast við að svara eftirfarandi spurningu: Hver verður staða Bandaríkjanna á komandi mánuðum? Er hægt að treysta Rússum? Mun Evrópu takast að sameina krafta sína?

Á fundinum verður rætt um þær áskoranir sem tengjast þjóðaröryggi, bæði núverandi og framtíðar, mikilvægi öflugrar upplýsingaöflunar og hvaða ógnir hafa steðjað að Bretlandi og Bandaríkjunum síðustu 30 ár.

Fundarstjóri: Page Wilson, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Fundurinn er opinn öllum og fer fram á ensku.