28. ág. 2025

Áskoranir á norðurslóðum: Mikilvægi samstarfs

Háskóli Íslands stendur fyrir opnu málþingi um áskoranir norðurslóða miðvikudaginn 15. október kl. 13:00-17:00. Viðburðurinn fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er opinn öllum.
Um málþingið

Háskóli Íslands býður til opins málþings miðvikudaginn 15. október kl. 13:00–17:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Á málþinginu, sem er hliðarviðburður við hið árlega Hringborð norðurslóða (Arctic Circle Assembly), koma saman innlendir og erlendir fræðimenn og sérfræðingar til að ræða brýn viðfangsefni sem snúa að framtíð norðurslóða.

Að þessu sinni verður sjónum beint að stöðu stjórnkerfis og öryggismála á norðurslóðum, freðhvolfinu og áhrifum hlýnunar á náttúru og samfélag, áskoranir brothættra byggða á svæðinu og samstarfi menntastofnana á norðurslóðum.

Vaxandi áhrif loftslagsbreytinga, aukin spenna á alþjóðavettvangi og félagslegar umbreytingar hafa leitt til þess að norðurslóðir standa nú á krossgötum.

  • Hvernig eru ríki norðurslóða að takast á við breytta heimsmynd og vaxandi spennu á svæðinu?
  • Hvernig bregðast samfélög við hraðri rýrnun hafíss, jökla og freðmýra?
  • Hverjar eru langtímaafleiðingar þessara breytinga fyrir fólk sem býr á afskekktum svæðum?
  • Hvernig geta háskólar á norðurslóðum eflt samstarf sitt með það að markmiði að byggja upp frekari tækifæri fyrir ungt fólk á norðurslóðum?

Þessar spurningar kalla á þverfræðilega nálgun og samtal milli ólíkra aðila. Málþingið er vettvang fyrir slíka umræðu og er áhersla lögð á að miðla fjölbreyttri þekkingu og reynslu.

Málþingið fer fram á ensku.

Opnað hefur verið fyrir skráningu. Skráning fer fram hér!

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér