Nánari upplýsingar og dagskrá má finna hér!
Beint streymi frá málþinginu má finna hér!
Háskóli Íslands stendur fyrir opnu málþingi um áskoranir norðurslóða miðvikudaginn 16. október kl. 13-17. Viðburðurinn fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands og er opinn öllum.
Á málþinginu, sem er hliðarviðburður við hið árlega Hringborð norðurslóða (Arctic Circle Assembly), koma saman innlendir og erlendir fræðimenn og sérfræðingar og ræða m.a. stöðugleika, frið og þróun á norðurslóðum, rannsóknasamstarf á svæðinu og öryggi á hafsvæðum.
Meðal annars verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvernig er hægt að vinna að bættu vísindasamstarfi á norðurslóðum í ljósi vaxandi spennu milli ríkja og aðkallandi loftslagsvanda? Hvaða áskoranir fylgja nýjum siglingaleiðum á norðurslóðum og auknu aðgengi að auðlindum svæðisins? Hvaða innviðir eru til staðar til þess að takast á við þessar breytingar?
Málþingið fer fram á ensku.
Opnað hefur verið fyrir skráningu. Skráning fer fram hér!