Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands vinnur náið með norrænum stofnunum á sama við, þar með talið dönsku alþjóðamálastofnunina DIIS (Dansk institut for internationale studier), norsku alþjóðamálastofnunina NUPI (Norsk utenrikspolitisk institutt), sænsku alþjóðamálastofnunina UI (Utrikes politiska institutet) og finnsku alþjóðamálastofnunina FIIA (Utrikes politiska institutet).
Danska alþjóðamálastofnunin (DIIS) er helsta rannsóknarstofnun Danmerkur á sviði alþjóðasamskipta. Stofnunin stundar þverfaglegar rannsóknir og leitast við að vera leiðandi í rannsóknum, stefnumótun og opinni umræðu. Helstu rannsóknarsviðin eru utanríkismál, varnar- og öryggismál, friðar- og átakafræði og þróunarsamvinna. Stofnunin telst meðal fremstu rannsóknarstofnana á þessu sviði á heimsvísu og gefur út fjölda fræðigreina í virtum vísindatímaritum reglubundið auk þess sem stofnunin sjálf gefur út efni sem er aðgengilegra fyrir almenning.
Sænska alþjóðamálastofnunin (UI) er sjálfstæð rannsóknarstofnun og vettvangur fyrir rannsóknir og umræðu um alþjóðasamskipti og utanríkismál. Stofnunin leitast við að greina helstu áskoranir alþjóðasamfélagsins og hefur áunnið sér traust sem öruggur greinandi á alþjóða- og utanríkismálum líðandi stundar. Stofnunin er vettvangur opinnar umræðu um flóknar áskoranir nútímasamfélags, byggt á traustum rannsóknum og gagnsærri greiningu.
Norska alþjóðamálastofnunin (NUPI) er leiðandi stofnun í rannsóknum á sviði alþjóðasamskipta með sérstaka áherslu á norska utanríkisstefnu. Stofnunin miðlar rannsóknum sínum til almennings í Noregi sem og á alþjóðavettvangi. Rannsóknaráherslur stofnunarinnar eru þrjár: öryggi og áhætta, vöxtur og þróun, og alþjóðakerfið og stjórnarhættir. Undir fyrstu áherslu, hefðbundin öryggis- og varnarmálastefna, friðargæsluverkefni sem og aðrir áhættuþættir í norskri utanríkisstefnu. Undir annarri áherslu, alþjóðahagfræði, þróunarsamvinna og nýveldin, og undir þeirri þriðju, alþjóða- og svæðisstofnanir og erindrekstur innan kerfisins.
Finnska alþjóðamálastofnunin (FIIA) er rannsóknastofnun sem hefur að leiðarljósi að framkvæma rannsóknir og gefa út fræðiefni tengt alþjóðasamskiptum og Evrópusambandinu. Ásamt rannsóknarvinnu stendur stofnunin auk þess fyrir innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum um alþjóðamál og gefur út skýrslur tengt þessu. FIIA gefur einnig út tímarit Ulkopolitiikka (Finnish Journal of Foreign Affairs), og rekur sérhæft bókasafn á sviði alþjóðamála.
TEPSA
Alþjóðamálastofnun tekur virkan þátt í samtökum evrópskra rannsóknastofnana Trans European Policy Studies Association (TEPSA), sem sérhæfa sig í rannsóknum á málefnum Evrópusambandsins. Samtökin samanstanda af leiðandi rannsóknastofnunum á sviði Evrópumála og telja nú 43 meðlimi í 36 Evrópulöndum. Samtökin sem voru stofnuð 1974 reka skrifstofu í Brussel og starfa undir belgískum lögum. Alþjóðamálastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem tilheyrir samtökunum.
CEPS
Centre for European Policy Studies (CEPS) er leiðandi hugveita og umræðuvettvangur um Evrópumál, en stofnunin er meðal fremstu hugveita heims á þessu sviði. Alþjóðamálastofnun er hluti af European Policy Institutes Network (EPIN) ásamt 37 öðrum hugveitum og rannsóknastofnunum í Evrópumálum frá 25 Evrópulöndum. Markmið EPIN er að leggja lóð á vogarskálar umræðu um Evrópumál, framtíð Evrópusamrunans og dýpka skilning á innlendri umræðu um þessi málefni. Nánari upplýsingar: www.epin.org