SNR_2018all

Eftirtalin teymi tóku þátt í hraðlinum 2019:


SNR_2019rephaiah

Rephaiah - Sveinbjörn Gizurarson og Kristín Linda Ragnarsdóttir
Markmið Rephaiah er að setja á fót óhagnaðardrifin samtök sem hafa það að markmiði að framleiða lífsnauðsynleg lyf fyrir ung börn í Malaví. Með því mætir teymið þeirri gríðarlegu þörf sem er til staðar meðal þessa viðkvæma hóps.



SNR_2018abclights

abcLights ehf. - Rúnar Þórarinsson og Friðrik Sigfússon
abcLights hyggst hanna umhverfisvæn hágæðagróðurhús með það fyrir augum að veita ungum börnum tækifæri til þess að læra að rækta eigið grænmeti og ávexti og stuðla að auknum áhuga meðal almennings á grænum kostum. Stefnt er að samstarfi við sveitarfélög og leikskóla.


SNR_2019plogg_in

PLOGG-IN - Guolin Fang, Magdalena Stelf og Hulda Vigdísardóttir
PLOGG-IN er kerfi sem ætlað er að hjálpa plokkurum, útivistarfólki og umhverfissinnum sem reglubundið tínir upp sorp samhliða hreyfingu, að skipuleggja starf sitt.




SNR_2018eyco

EyCo - Sigurjón Norberg Kjærnested og Ívar Kristinsson

EyCo býður upp á frumlegar og sérsniðnar lausn fyrir einstaklinga og fyrirtæki til þess að kolefnisjafna eigin starfsemi og daglegt líf. Markmið EyCo er að minnka árlega kolefnislosun Íslands um 100 þúsund tonn.



SNR_2019rotin

Rótin - Kristín I. Pálsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Guðrún Erna Hreiðarsdóttir
Markmið Rótarinnar er að setja á fót stuðningssetur fyrir konur og koma samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð fyrir konur, ofbeldi og úrvinnslu áfalla.




SNR_2019tre_lifsins

Tré lífsins - Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, Oktavía Hrund og Olga Margrét
Tré lífsins hyggst bjóða upp á nýja valmöguleika við andlát þannig að fólk geti skrásett sögu sína og hinstu óskir fyrir andlát og eftir andlát lifi minning ástvina áfram á minningasíðu. Aska hins látna verður jafnframt gróðursett ásamt tré í minningagarði þar sem tréð vex til minningar um hinn látna.



SNR_2018dattaca_labs

Dattaca Labs - Arnar Jónsson, Bala Kamallakhran, Freyr Ketilsson og Viktoría Leiva
Dattaca Labs hyggst skapa félagslegan nýsköpunarmarkað (e. Social Innovation Marketplace) þar sem hægt verður að skrá áskoranir af ýmsum toga í gagnagrunn í þeim tilgangi að tengja saman einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og fleiri við rétta aðila sem líta á áskoranirnar sem tækifæri til lausna.



SNR_2019greenbytes

GreenBytes - Renata Stefanie Bade Barajas, Jillian Verbeurgt og Conor Bennet
GreenBytes býður upp á lausn þar sem sölugögn, reiknirit og vélanám er nýtt til að draga úr matarsóun á veitingastöðum og auka um leið hagnað þeirra.