NÝJAR ÁHERSLUR NORÐURLANDANNA Í VARNARMÁLUM
Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, NEXUS, rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands boða til ráðstefnu í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins fimmtudaginn 27. október kl. 14:00 – 17:00
Frummælendur:
Sten Rynning, prófessor í alþjóðasamskiptum og forstöðumaður Stofnunar stríðsrannsókna í Syddansk háskólanum í Óðinsvéum, Danmörku.
Anna Wieslander, stjórnandi málefna Norður-Evrópu við Atlantic Council og framkvæmdastjóri Sænsku varnarmálasamtakanna.
Charly Salonius-Pasternak, rannsóknastjóri hjá Finnsku alþjóðamálastofnuninni.
Svein Efjestad, yfirmaður stefnumótunardeildar í norska varnarmálaráðuneytinu.
Málþingið er annað í röð þriggja. Síðasta málþing fundaraðarinnar fer fram fimmtudaginn 17. nóvember og verður þar fjallað um endurmat á hernaðarlegu vægi Íslands og nágrennis. Takið daginn frá!
Málþingið fer fram á ensku og er opið öllum.