OPINN FUNDUR: MIÐVIKUDAGINN 4. SEPTEMBER KL. 12-13:15 Í NORRÆNA HÚSINU
Þingkosningar fara fram í Noregi mánudaginn 9. september. Í tilefni þess verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og norsk stjórnmál.
Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, flytur stutt erindi um kosningarnar og stjórnmál í Noregi.
Í kjölfar þess verður rætt um stöðuna í norskum stjórnmálum í pallborði. Þátttakendur verða; Eiður Guðnason, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Svavar Gestsson og Þóra Tómasdóttir. Öll þekkja þau vel til norskra stjórnmála.
Norræna félagið á Íslandi, sendiráð Noregs á Íslandi, upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa að fundinum.
Fundarstjóri: Bogi Ágústsson.